Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

20.06.2016 08:18

Fullt undir Hákon í fyrra gangmáli


Hákon er með vinsælli stóðhestum landsins. Hann náði að afgreiða um 7 hryssur á húsi og það er orðið fullt undir hann á fyrra gangmáli í Austvaðsholti.
Alls eru komnar yfir 30 hryssur og verður því ekki bætt meira inn á hann í bili. 

Sónarskoðað verður um 20. júlí, fengnar hryssur teknar frá og fleiri bætt inn. 

Þeir sem vilja panta undir Hákon geta sent tölvupóst á hakon@hakon.is eða hringja í 8641315 (Hannes). Folatollurinn kostar 95.000 m/vsk (girðingargjald og sónarskoðun innifalin).