Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

20.05.2017 13:02

Hákonsdóttir í 1. verðlaun í Þýskalandi


Telma frá Blesastöðum, undan Hákoni og Báru frá Brattholti fór í 1. verðlaun á kynbótasýningu í Þýskalandi núna um miðjan maí. Sýnandi var Sigurður Narfi. Við óskum ræktendunum, Magga og Hólmfríði á Blesastöðum, ásamt eigendum í Þýskalandi, Carolu Krokowski og Heike Majoros, innilega til hamingju. 

Í heildina er búið að sýna 8 hross undan Hákoni í kynbótadómi, þar af 6 í fyrstu verðlaun (þar af fjögur með á milli 8,30 og 8,62 í aðaleinkunn). 

Hákon hefur hækkað í kynbótamatinu (BLUP) á hverju ári sl ár og stendur hann nú í 123 stigum, þar af hæst fyrir tölt, vilja/geðslag og fegurð í reið (128 stig). 

Til að ná lágmörkum fyrir afkvæmasýningu til 1. verðlauna á Landsmóti á næsta ári stendur hann því vel hvað varðar kynbótamat en þarf 7 afkvæmi í viðbót til dóms (15 í heildina).