Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

27.06.2017 14:11

Aðalfundur 2017Aðalfundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 6. júlí kl. 19 á Fjöruborðinu á Stokkseyri. 

Félagið býður öllum hluthöfum upp á humarsúpu fyrir fundinn, eða frá kl. 19. 
Hlökkum til að sjá ykkur. 

Þeir sem ekki komast á fundinn eru vinsamlega beðnir um gefa stjórn umboð fyrir atkvæði sínu með því að senda tölvupóst á hakon@hakon.is


Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar;
Notkun Hákons 2016/2017
Afkvæmi sýnd 2016/2017

3. Ársreikningur félagsins 2016 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps.

4. Fjárhagsáætlun 2017

5. Breytingar á samþykktum.

6. Kjör stjórnar og endurskoðanda félagsins.

7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Endurskoðaður ársreikningur félagsins og skýrsla stjórnar verður lögð fram á fundinum.