Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

14.07.2017 05:47

Sónarskoðað 21. júlí


Sónarskoðað verður frá Hákoni föstudaginn 21. júlí. Við biðjum þá sem eiga hryssur hjá Hákoni að vera í startholunum að sækja þær. Hringt verður í eigendur fylfullra hryssna. 

Hægt verður að bæta inn hryssum til Hákons þennan dag. Pantanir berist á hakon@hakon.is eða í síma 8641315 (Hannes) eða 8650027 (Ragga í Austvaðsholti). 

Við óskum eftir því að þeir sem eiga hryssur í hólfinu í Austvaðsholti eða eru á leiðinni með hryssur komi og aðstoði við sónarskoðun. Öll hjálp vel þegin!