Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

03.04.2018 06:28

Aðalfundur 6. apríl 2018


Aðalfundur Ræktunarfélagsins Hákons verður haldinn í Félagsheimili Fáks í Víðidal í Reykjavík föstudaginn 6. apríl kl 17:00. 

Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskránni. Ljúfar veitingar verða í boði félagsins fyrir fundargesti. 

Við bendum á að Meistaradeildin í hestaíþróttum er í Víðidalnum þetta kvöld. Keppt verður í tölti og skeiði og hefst keppni kl. 19:00. 

Árið 2018 stefnir í að verða eftirminnilegt ár fyrir okkur Hákonsfélaga. Hákon er nálægt því að ná lágmörkum til 1. verðlauna fyrir afkvæmi. Hann er með 121 í kynbótamatinu (hæst 128 fyrir fegurð í reið) og með 13 sýnd afkvæmi. Hann á því tvö sýnd afkvæmi í það að ná lágmörkum og heyrst hefur af glæsilegum hryssum og hestum á leið í dóm í vor. 

Einnig eigum við von á að sjá Hákonsbörn á keppnisvellinum í vor, stefnt er með alhliðagæðinginn og 9,5 skeiðarann Hönsu frá Ljósafossi í A-flokk og úrtökugæðinginn og 10 töltarann Ljósvaka frá Valstrýtu í B-flokk.