Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

24.09.2018 15:53

Hákon hækkar í kynbótamatinu - BLUP 126Nýtt kynbótamat hefur verið reiknað út og er óhætt að segja að Hákon frá Ragnheiðarstöðum sé einn af hástökkvurum ársins. Hákon hampaði 1. verðlaunum fyrir afkvæmi á Landsmóti 2018 og á hæst dæmdu alhliðahryssu og klárhryssu ársins, þær Hönsu frá Ljósafossi og Sóllilju frá Hamarsey.

Þetta staðfestir enn frekar hversu sterkan kynbótahest við eigum í Hákoni. 

Meðaleinkunn allra sýndra afkvæma er 8,20 (8,22 bygging og 8,19 hæfileikar).