Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

31.05.2019 11:30

Sæþór frá Stafholti allur.
Sá sorglegi atburður varð í sl viku að Hákonssonurinn Sæþór frá Stafholti fórst úr hrossasótt þrátt fyrir mikla og góða aðhlynningu. Þetta er mikill missir fyrir félaga okkar Palla og fjölsk svo og knapa hans Snorra dal.


Sæþór sem var hæst dæmdi stóðhesturinn undan Hákoni var með 8,55 í aðaleinkunn. Þar af hafði hann hlotið 9.0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið og samræmi. 


Snorri Dal sem hefur séð um þjálfun Sæþórs, reið honum til úrslita í B-flokki gæðinga á Landsmóti 2018 í Reykjavík þar sem Sæþór fylgdi einnig föður sínum til 1. verðlauna fyrir afkvæmi. 


Sæþór var á mikilli uppleið, sérstaklega í tölti og ætlaði Snorri sér stóra hluti með hann. Þetta eru því slæm tíðindi fyrir okkur Hákonsfélaga en Sæþór hélt merki föður síns hátt á lofti með vasklegri framgöngu sinni.