Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

01.06.2019 20:21

Hákon í Skagafirði 2019Hákon frá Ragnheiðarstöðum verður í löngu gangmáli frá 20. júní í Kýrholti í Skagafirði. Pantanir berist til Sigurgeirs í síma 895-8182 eða Bergs Gunnarssonar í síma 898-6755. 

- Folatollur 130.000,- m/vsk fyrir félaga Hrossaræktarsambands Skagafjarðar

- Folaltollur 140.000,- m/vsk fyrir utanfélagsmenn. 

Innifalið er girðingarjald og ein sónarskoðun.


Hákon frá Ragnheiðarstöðum, 1. verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2018

F: Álfur frá Selfossi, Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi
M: Hátíð frá Úlfsstöðum, 10,0 fyrir tölt 5 vetra á LM2006


Dómsorð hrossaræktarráðunauts fyrir Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Hákon gefur stór og reisuleg hross. Höfuð hefur beina neflínu og vel borin eyru. Frambygging afkvæmanna er að jafnaði vel gerð; hálsinn er reistur og hátt settur við háar herðar en bógalega er í meðallagi. Afkvæmin eru glæsileg á velli með góða fótahæð og framhæð í byggingunni. Fætur eru þokkalegir að gerð, hófar eru nokkuð vel formaðir en prúðleiki er undir meðallagi. 


Afkvæmin eru reist, hreyfingarmikil og ásækin í vilja; töltið er takthreint, lyftingarmikið og rúmt og brokkið er skrefmikið. Skeiðið er takthreint sé það fyrir hendi og stökkið hátt.

Hákon gefur flugviljuga stólpagripi með mikla ganghæfni.