Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

29.05.2016 18:48

Hákonsbörn í stóru tölurnar


Hákon heldur áfram að stimpla sig inn sem kynbótahestur. Á kynbótasýningunni í Hafnarfirði í vor komu þrjú 6 vetra hross til dóms. Öll voru sýnd áður og hækkuðu öll verulega. 
Meðaleinkunn þeirra er 8,40 í aðaleinkunn. 

Nokkur fleiri eru skráð í dóm í vor. Efst á blaði má finna Ljósvaka frá Valstrýtu sem kynnti sig vel á LM2014, þrælefnilega leirljósa 4ja vetra hryssu Aríu frá Austurási og Hyllingu frá Grásteini sem er öflug alhliða hryssa, 6 vetra. 

Hér að neðan má sjá dóma hrossana sem hafa komið fram í vor:

IS2010125727 Sæþór frá Stafholti
Örmerki: 352098100031111
Litur: 2510 Brúnn/milli- skjótt
Ræktandi: Guðmunda Kristjánsdóttir, Páll Jóhann Pálsson
Eigandi: Marver ehf
F.: IS2007182575 Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Ff.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Fm.: IS2001258875 Hátíð frá Úlfsstöðum
M.: IS2000286296 Bending frá Kaldbak
Mf.: IS1995188322 Jöfur frá Syðra-Langholti
Mm.: IS1997286295 Vænting frá Kaldbak
Mál (cm): 149 - 140 - 144 - 65 - 144 - 38 - 47 - 44 - 6,7 - 30,0 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,8
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,43
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8,0 = 8,63
Aðaleinkunn: 8,55
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Árni Björn Pálsson
Þjálfari: 

IS2010288670 Hansa frá Ljósafossi
Örmerki: 352097800001882
Litur: 1540 Rauður/milli- tvístjörnótt
Ræktandi: Björn Þór Björnsson
Eigandi: Björn Þór Björnsson
F.: IS2007182575 Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Ff.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Fm.: IS2001258875 Hátíð frá Úlfsstöðum
M.: IS2001282206 Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni
Mf.: IS1994158700 Keilir frá Miðsitju
Mm.: IS1990287126 Prinsessa frá Úlfljótsvatni
Mál (cm): 144 - 135 - 140 - 64 - 144 - 28,5 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 6,5 = 8,13
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,48
Aðaleinkunn: 8,34
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson
Þjálfari: 

IS2010282310 Sóllilja frá Hamarsey
Örmerki: 352206000069004
Litur: 6620 Bleikur/álóttur stjörnótt
Ræktandi: Hannes Sigurjónsson, Inga Cristina Campos, Per S. Thrane
Eigandi: Hrossaræktarbúið Hamarsey
F.: IS2007182575 Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Ff.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Fm.: IS2001258875 Hátíð frá Úlfsstöðum
M.: IS2003257001 Selma frá Sauðárkróki
Mf.: IS1989165520 Óður frá Brún
Mm.: IS1992257130 Sjöfn frá Sauðárkróki
Mál (cm): 147 - 137 - 142 - 64 - 147 - 27,0 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,2 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 9,0 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,28
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 5,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 8,5 = 8,30
Aðaleinkunn: 8,29
Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir
Þjálfari: 

09.05.2016 19:22

Hákon til þjónustu reiðubúinn
Hákon frá Ragnheiðarstöðum hefur skipað sér í raðir álitlegra afkvæmahesta. Sýnd hafa verið fjögur afkvæmi undan Hákoni í kynbótadómi (4ja og 5 vetra) og öll hlotið 1. verðlaun. Meðaleinkunn afkvæma er 8,22 í aðaleinkunn (8,25 hæfileikar og 8,20 bygging). Einkennismerki afkvæma Hákons hafa verið mikil fótahæð og létt bygging auk þess sem þau eru fasmikil með mikinn fótaburð og úrvals tölt.


Upplýsingar um notkun árið 2016

Húsmál: Frá 1. maí í Austurási við Selfoss. Folatollur er kr. 95.000,- m/vsk og húsgjaldi. Pantanir berist til Röggu í Austurási, sími 6648001.

Gangmál: Langt gangmál yfir sumarið í Austvaðsholti í Holta- og Landsveit. Folatollur kr. 95.000,- m/vsk, sónarskoðun og girðingargjaldi. Pantanir berist á hakon@hakon.is eða til Hannesar, sími 8641315.

11.02.2016 08:26

Telma Hákonsdóttir


Fréttir af efnilegum Hákonsbörnum berast víða að. Félagið fékk þessar myndir sendar frá Carolu Krokowski í Þýskalandi á dögunum. Carola ræktar hross frá Igelsburg og er einn af stærstu hrossaræktendum íslenskra hesta í Þýskalandi. 

Hákonsdóttir hennar heitir Telma frá Blesastöðum og er á 5. vetri. Efnileg alhliðahryssa, létt í lund, viljug og alhliða geng. Hér setin af Sigurður Narfa sem sér um þjálfun hennar. Stefnt er með Telmu í kynbótadóm í Þýskalandi í vor. 

Móðir Telmu er Bára frá Brattholti, sem var undan Rosa frá Brekkum og heiðursverðlaunahryssunni Perlu frá Kjartansstöðum. Telma er ræktuð af Magnús og Hólmfríði á Blesastöðum sem eru hluthafar í Ræktunarfélaginu Hákoni. 

Við óskum Carolu og Sigga Narfa góðs gengis með þessa efnis hryssu í vor.
12.09.2015 11:33

Sónarskoðað 25. september


Hákon lauk skyldustörfunum í Austvaðsholti í gær föstudaginn 11. september. Hann var færður í heimahagana á Ragnheiðarstöðum þar sem tekur við hvíld og leikur við frændana Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Arð frá Brautarholti fram eftir hausti.

Alls eru 10 hryssur eftir í hólfinu í Austvaðsholti og verður sónarskoðað föstudaginn 25. september kl. 14:00. Við munum minna hryssueigendur á að sækja sínar hryssur þegar nær dregur. 

Frábær fyljun hefur verið hjá Hákoni í sumar eins og fyrri sumur. Alls hafa komið 26 hryssur til kappans og er búið að staðfesta fyl í 16 þeirra. Sumarið 2013 var Hákon með 100% fyljun og um 90% sumarið 2014.

15.08.2015 11:43

Sónarskoðað í gær - flott fyljunSónarskoðað var frá Hákoni í gær föstudaginn 14. ágúst. Alls voru 23 hryssur skoðaðar af 25 sem eru hjá honum (2 voru nýlega komnar). 

Eins og fyrri ár fyljar Hákon vel og var hægt að staðfesta fyl í 15 hryssum. Til viðbótar voru 2-3 hryssur sem voru líklegar. Aðrar í látum eða "á milli". 

Ragnheiður í Austvaðsholti vinnur nú að því að hafa samband við eigendur fylfullra hryssna. 

Þeir sem vilja bæta inn hryssum til Hákons er bent á að hafa samband við Ragnheiði í síma 865 0027 eða á hakon@hakon.is

Folatollurinn er 55.000 kr auk girðingarjalds/sónar og vsk. 

28.07.2015 10:28

Hryssur undir Hákon


Sónarskoðað verður frá Hákoni í Austvaðsholti í dag, þriðjudaginn 27/7 kl. 15:00. Hringt verður í eigendur fylfullra hryssna. 

Hægt verður að bæta inn á hann hryssum fram eftir sumri. Hákon hefur heldur betur verið að sanna sig sem kynbótahestur. Nú hafa fjögur afkvæmi hans komið til dóms og öll hlotið 1. verðlaun. Meðaleinkunn afkvæmana er um 8,22 og voru þau öll 4ja og 5 vetra þegar þau hlutu dóm.

Folatollurinn er kr. 55.000,- auk girðingargjalds/sónar og vsk. 
Hægt er að hafa samband á hakon@hakon.is eða í síma 8641315 til að bæta inn hryssum. 

27.07.2015 07:55

Sóllilja frá Hamarsey - Klárhryssa undan Hákoni í 1. verðlaun


Sóllilja frá Hamarsey, 5 vetra hryssa undan Hákoni og Selmu frá Sauðárkróki, fór í flottan dóm á Hellu á dögum. Hún fékk meðal annars 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, fegurð í reið og vilja/geðslag. Þjálfari og sýnandi Sóllilju var Helga Una Björnsdóttir.

Ræktunarfélagið Hákon óskar eigendum og ræktendum, Hannesi og Ingu í Hamarsey, til hamingju með glæsilega hryssu. Miðsumarssýning Gaddstaðaflötum

Dagsetning móts: 20.07.2015 - 25.07.2015 - Mótsnúmer: 11 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.2.82-310 Sóllilja frá Hamarsey

Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir      Þjálfari: Helga Una Björnsdóttir

Mál (cm):

146   136   138   64   145   27.5   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,0   V.a. 7,9  

Aðaleinkunn: 8,26

 

Sköpulag: 8,24

Kostir: 8,27


Höfuð: 9,0
   1) Frítt   2) Skarpt/þurrt   8) Vel opin augu   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   3) Grannur   4) Hátt settur   7) Háar herðar   

Bak og lend: 7,0
   B) Stíft spjald   G) Afturdregin lend   

Samræmi: 8,5
   1) Hlutfallarétt   4) Fótahátt   

Fótagerð: 7,5
   6) Þurrir fætur   C) Beinar kjúkur   

Réttleiki: 8,0

Hófar: 8,5
   7) Hvelfdur botn   8) Vel formaðir   

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 9,0
   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið   

Brokk: 9,0
   2) Taktgott   3) Öruggt   4) Skrefmikið   

Skeið: 5,0

Stökk: 9,0
   2) Teygjugott   3) Svifmikið   4) Hátt   

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   5) Vakandi   

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   3) Góður höfuðb.   4) Mikill fótaburður   

Fet: 8,0
   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

27.07.2015 07:51

Sæþór frá Stafholti - Hákonssonur í 1. verðlaun


Sæþór frá Stafholti, undan Hákoni og Bendingu frá Kaldbak, fór í flottan kynbótadóm í júní. Hann hlaut hvorki meira né minna en 8,,43 fyrir byggingu og 8,22 fyrir hæfileika. Þjálfari og sýnandi Sæþórs var Árni Björn Pálsson. 

Ræktunarfélagið Hákon óskar Páli og Guðmundu sem ræktuðu og eiga þennan gullfallega fola til hamingju með hann. Aukasýning í Spretti

Dagsetning móts: 22.06.2015 - 26.06.2015 - Mótsnúmer: 16 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.1.25-727 Sæþór frá Stafholti

Sýnandi: Árni Björn Pálsson

Mál (cm):

148   137   143   66   144   35   47   43   6.7   29.5   18.5  

Hófa mál:

V.fr. 8,9   V.a. 8,1  

Aðaleinkunn: 8,30

 

Sköpulag: 8,43

Kostir: 8,22


Höfuð: 8,0
   2) Skarpt/þurrt   4) Bein neflína   H) Smá augu   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   2) Langur   3) Grannur   

Bak og lend: 8,0
   3) Vöðvafyllt bak   

Samræmi: 9,0
   2) Léttbyggt   4) Fótahátt   

Fótagerð: 8,5
   3) Mikil sinaskil   4) Öflugar sinar   6) Þurrir fætur   

Réttleiki: 8,5

Hófar: 8,0
   7) Hvelfdur botn   

Prúðleiki: 8,0

Tölt: 8,5
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið   

Brokk: 8,5
   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta   

Skeið: 7,0
   6) Skrefmikið   C) Fjórtaktað   

Stökk: 8,5
   4) Hátt   5) Takthreint   

Vilji og geðslag: 8,5
   2) Ásækni   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 8,5
   1) Mikið fas   4) Mikill fótaburður   

Fet: 8,0
   1) Taktgott   

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,5

04.07.2015 15:15

Hákon flottur í hólfinu


Hákon tekur á móti hryssum í Austvaðsholti í sumar. 

Hákon kom sér í röð álitlegra afkvæmahesta á síðasta ári aðeins 7 vetra gamall. Nú hafa þrjú afkvæmi Hákons skilað sér til dóms og hafa þau öll hlotið 1. verðlaun. 
Hansa frá Ljósafossi (8,18 - dómur 4ja vetra)
Ljósvaki frá Valstrýtu (8,14 - dómur 4ja vetra)
Sæþór frá Stafholti (8,30 - dómur 5 vetra)

Einkennismerki afkvæma Hákons hafa verið mikil fótahæð og létt bygging auk þess sem þau eru fasmikil með mikinn fótaburð.

Áhugasamir geta haft samband við Röggu í Austvaðsholti í síma 865 0027 eða á hakon@hakon.is

Folatollurinn er kr. 55.000 auk girðingargjalds/sónar og vsk. 

09.06.2015 20:58

Hryssur í hólfið 19. eða 20. júní


Hákon mætir í Austvaðsholt þann 20. júní og því er óskað eftir því að hryssur komi 19. eða 20. júní í hólfið. 

Vinsamlega hafið samband á hakon@hakon.is eða beint til Ragnheiðar í Austvaðsholti í síma 865 0027. 


26.05.2015 04:33

Litli bróðir Ljósvaka


Vorið er komið. Vonarstjörnurnar líta dagsins ljós hver af annarri. Þetta hnarreista hestfolald kom í heiminn á dögunum, undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum og Skyldu frá Hnjúkahlíð. Hann er því albróðir hins frábæra Ljósvaka frá Valstrýtu, Hákonssyninum sem gerði garðinn frægan á Landsmóti sl sumar og á reiðhallarsýningum vetrarins. 

Við óskum Guðjóni Árnasyni og fjölskyldu til hamingju með þetta flotta folald. 01.04.2015 04:26

Sumarið 2015 hjá HákoniÞá eru notkunarstaðir Hákons sumarið 2015 komnir á hreint. 

Hákon verður fyrir vestan á Snæfellsnesi á húsmáli frá 1. maí til 15. júní hjá Einari í Söðulsholti. 
Eftir 15. júní verður hann í hólfinu sínu í Austvaðsholti eins og tvö síðastliðin sumur. 
Aðgang að hestinum eiga allir skuldlausir hluthafar. 


Fyrir aðra áhugasama hrossaræktendur kostar folatollurinn 90.000,- kr með öllu. 

Húsmál: Frá 1. maí til 15. júní í Söðulsholti á Snæfellsnesi. 
Folatollur: kr. 90.000,- m/vsk og húsgjaldi. 

Langt gangmál: Frá 15. júní til 15. september í Austvaðsholti í Holta- og Landsveit. 
Folatollur: kr. 90.000,- m/vsk, sónarskoðun og girðingargjaldi. 

Pantanir berist á hakon@hakon.is eða til Einars í síma 8993314 (húsmál 
Söðulsholti) eða Hannesar í síma 8641315 (Austvaðsholt).

24.02.2015 07:42

Aðalfundur frestast til laugardags 28. febrúar
Aðalfundur 2015 - ATH BREYTTUR FUNDARSTAÐUR OG FUNDARTÍMI

Það er verulega slæm veðurspá fyrir miðvikudag. Vegna þess verður aðalfundi sem átti að halda nk. miðvikudagskvöld frestað til laugardagsmorguns 28. febrúar kl. 10:00. 
Fundarstaður er einnig breyttur frá auglýsingu en við munum funda í veislusal Hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi. 

Boðið verður upp á kjötsúpu eftir fundinn um kl. 11:30. 

Farið verður yfir starfsárið 2014 og ræktendur og knapar Hákonsafkvæma sem komu fyrir dóm heiðraðir. 
Annars verða almenn aðalfundarstörf á dagskránni eins og kom fram í fundarboðinu. 

Við hvetjum þá hluthafa sem ekki sjá sér fært um að koma að gefa öðrum fundarmönnum eða stjórn umboð sitt.


26.01.2015 17:46

Aðalfundur 2015


Ljósvaki frá Valstrýtu, 4ja vetra 1. verðlauna stóðhestur undan Hákoni. 


Ræktunarfélagið Hákon býður hluthafa velkomna á aðalfund félagsins sem verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. febrúar 2015 kl. 20:00 í Fákaseli í Ölfusi. 

Kjötsúpa í boði félagsins fyrir fundinn frá kl. 19:45. 

Ársreikningur félagsins verður fyrirliggjandi hjá gjaldkera, Ásgeiri Margeirssyni, í vikunni fyrir fundinn Þeir sem vilja kynna sér hann fyrir fundinn er bent á að hafa samband við hann.

Við óskum eftir því að þeir sem sjá sér ekki fært að mæta komi undirrituðu umboði á fundinn, 
eða skila því til stjórnar (Hannes, Ragga, Áki, Davíð, Helgi, Ásgeir, G.Stígur).
Einnig hægt að senda það í tölvupósti. 

20.09.2014 09:16

Hákonsafkvæmi vekur athygli í Austurríki


Austurríski greifinn, hinn mikli hestamaður Johannes Hoyos sendi félaginu línu þar sem hann lýsti ánægju sinni með Hákonssoninn sinn, Adonis frá Panoramahof, fæddur 2014. 

Adonis var eftirtektarverðasta folaldið á folaldasýningu á dögunum og gladdi áhorfendur sem eigendur og ræktendur, Johannes og Beate á Panoramahof í Steiermark í Austurríki.