Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

12.08.2014 12:10

Sónað frá Hákoni 14. ágúst 2014


Sónarskoðað verður frá Hákoni fimmtudaginn 14. ágúst kl. 13:00. 

Hringt verður í eigendur þeirra hryssna sem sónast með fyli og biðjum við þá sem eiga hryssu í hólfinu að vera í startholum að sækja þær reynist þær fylfullar. 

Þær hryssur sem sónast geldar fara aftur í hólfið með Hákoni og hægt verður að bæta inn nýjum. Áætlað er að hann verði í hólfi í Austvaðsholti út september. 

Hákon hefur fyljað mjög vel, var með 100% fyljun úr 16 hryssum í fyrra og er hann búinn að afgreiða rúmlega 30 hryssur í ár og fyljun verið góð. 

Þeir sem vilja bæta inn hryssum er bent á að hafa samband í síma 8641315 eða á netfangið hakon@hakon.is
Folatollur með girðingargjaldi, sónarskoðun og vsk er kr. 75.000,-

15.07.2014 12:32

Hansa og Ljósvaki fulltrúar föður síns á LM2014


Afkvæmi Hákons frá Ragnheiðarstöðum áttu góðu gengi að fagna á nýliðnu Landsmóti sem fór fram á Gaddstaðaflötum við Hellu. 

Hinn rauðskjótti Ljósvaki frá Valstrýtu er aðsópsmikill klárhestur og vakti hann mikla athygli fyrir gott tölt, vilja og fótaburð á Landsmótinu. Hann bætti sig frá því í vor og fór meðal annars í 9,0 fyrir tölt, vilja/geðslag og fegurð í reið og 9,5 fyrir stökk. Ljósvaki varð í 12. sæti í flokki 4ja vetra stóðhesta með aðaleinkunnina 8,15. Sýnandi var Árni Björn Pálsson. Eigandi og ræktandi Ljósvaka er félagi Guðjón Árnason.Hansa frá Ljósafossi rauðstjörnótt er eðlisgæðingur, mjúk, rúm og taktgóð á tölti en auk þess flugvökur. Fékk hún meðal annars 8,0 fyrir tölt og brokk, og 8,5 fyrir skeið, fet, vilja/geðslag og fegurð í reið. Í aðaleinkunn 8,18 og 9. sætið í flokki 4ja vetra hryssna. Sýnandi var félagi Sigurður V. Matthíasson. Eigandi og ræktandi Hönsu er félagi Björn Þór Björnsson. 

Ræktunarfélagið Hákon óskar Birni og Guðjóni innilega til hamingju með þessi frábæru tryppi. Þær félagar munu þegar vera komnir af stað í framræktun undan Hákoni því Hansa var leidd undir stóðhest eftir Landsmót og Ljósvaki er kominn í hryssur í Landeyjunum. 

Landsmót 2014 - Hella

Dagsetning móts: 29.06.2014 - 06.07.2014 - Mótsnúmer: 99 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.1.80-716 Ljósvaki frá Valstrýtu

Sýnandi: Árni Björn Pálsson

Mál (cm):

144   134   141   63   144   38   44   42   6.6   30.5   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,5   V.a. 8,4  

Aðaleinkunn: 8,15

 

Sköpulag: 8,07

Kostir: 8,21


Höfuð: 9,0
   1) Frítt   6) Fínleg eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   2) Langur   8) Klipin kverk   C) Lágt settur   

Bak og lend: 7,5
   I) Áslend   

Samræmi: 9,0
   2) Léttbyggt   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   G) Lítil sinaskil   

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: C) Nágengir   

Hófar: 7,0
   G) Útflenntir   

Prúðleiki: 7,5

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   4) Mikið framgrip   5) Skrefmikið   

Brokk: 8,5
   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta   

Skeið: 5,0

Stökk: 9,5
   1) Ferðmikið   2) Teygjugott   4) Hátt   5) Takthreint   

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   4) Mikill fótaburður   

Fet: 7,5

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,5Landsmót 2014 - Hella

Dagsetning móts: 29.06.2014 - 06.07.2014 - Mótsnúmer: 99 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.2.88-670 Hansa frá Ljósafossi

Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson

Mál (cm):

143   133   139   65   144   29   17.5  

Hófa mál:

V.fr. 9,1   V.a. 7,9  

Aðaleinkunn: 8,18

 

Sköpulag: 8,04

Kostir: 8,28


Höfuð: 8,0
   4) Bein neflína   

Háls/herðar/bógar: 8,0

Bak og lend: 8,5
   3) Vöðvafyllt bak   7) Öflug lend   

Samræmi: 8,5
   1) Hlutfallarétt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   2) Sverir liðir   I) Votir fætur   

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: F) Kýrfætt   

Hófar: 8,5

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,0
   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið   

Brokk: 8,0
   5) Há fótlyfta   

Skeið: 8,5
   2) Takthreint   3) Öruggt   5) Svifmikið   

Stökk: 8,0

Vilji og geðslag: 8,5
   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 8,5
   4) Mikill fótaburður   

Fet: 8,5
   1) Taktgott   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 8,009.07.2014 10:43

Fullt undir Hákon


Hólfið hjá Hákoni í Austvaðsholti er nú að verða fullt. Til hans eru komnar 25 hryssur. Áætluð er sónarskoðun 18. júlí nk. Hægt er að bæta inn á hann hryssum eftir sónarskoðunina.

Áhugasamir eru beðnir um að panta toll á hakon@hakon.is eða í síma 864-1315. 
Verð á folatolli er 75.000,- með vsk (sónarskoðun og girðingjargjald innifalið)

Hluthafar og þeir sem hafa pantað eru beðnir um að hafa samband við Ragnheiði í Austvaðsholti í síma 865-0027.

25.06.2014 03:04

Hákon hækkar í kynbótamatinu
Hákon hækkaði í kynbótamatinu við útreikning þess nú fyrir LM2014. Hann hækkaði um eitt stig og er því með 120 stig í aðaleinkunn. Þessa hækkun má rekja til góðs gengis fyrstu afkvæma hans á kynbótasýningum í vor. 

Hæstur er Hákon fyrir tölt (120), vilja/geð (121) og fegurð í reið (126). 

21.06.2014 04:41

Tvö afkvæmi á LM2014


Ljósvaki frá Valstrýtu var sýndur á Sörlastöðum í vor í flottan dóm fyrir fjögurra vetra klárhest 7,82. Knapi var þá Vilfríður F. Sæþórsdóttir. Vakti hann þar mikla eftirtekt fyrir útgeislun og fasmikla framgöngu. 

Ljósvaki bætti um betur á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum við Hellu nú í byrjun júní með nýjan knapa Árna Björn Pálsson. Hann fór beint í 1. verðlaun 8,01 og þar af 9,0 fyrir höfuð, samræmi, fegurð í reið og stökk. Og 8,5 fyrir háls/herðar, tölt, brokk og vilja/geðslag.

Það verður því gaman hjá eigendum Hákons að fylgjast með þessum tveimur gullgóðu tryppum, Ljósvaka og Hönsu frá Ljósafossi, á LM2014 á Hellu sem hefst eftir rúma viku. 


Gaddstaðaflatir seinni vika

Dagsetning móts: 10.06.2014 - 13.06.2014 - Mótsnúmer: 12 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.1.80-716 Ljósvaki frá Valstrýtu

Sýnandi: Árni Björn Pálsson

Mál (cm):

144   134   141   63   144   38   44   42   6.6   30.5   18  

Hófa mál:

V.fr. 9,3   V.a. 8,2  

Aðaleinkunn: 8,01

 

Sköpulag: 8,07

Kostir: 7,97


Höfuð: 9,0
   1) Frítt   6) Fínleg eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   2) Langur   8) Klipin kverk   C) Lágt settur   

Bak og lend: 7,5
   I) Áslend   

Samræmi: 9,0
   2) Léttbyggt   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   G) Lítil sinaskil   

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: C) Nágengir   

Hófar: 7,0
   G) Útflenntir   

Prúðleiki: 7,5

Tölt: 8,5
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið   

Brokk: 8,5
   2) Taktgott   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta   

Skeið: 5,0

Stökk: 9,0
   1) Ferðmikið   2) Teygjugott   4) Hátt   

Vilji og geðslag: 8,5
   2) Ásækni   

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður   

Fet: 7,5
   A) Ójafnt   

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0


10.06.2014 20:21

Hansa Hákonsdóttir inn á Landsmót 2014


Það er óhætt að segja að ferill Hákons sem afkvæmahests byrji vel. Það var rauðstjörnótta hryssan Hansa frá Ljósafossi sem gerði sér lítið fyrir og var efsta hryssan í 4ja vetra flokki á kynbótasýningunni á Mið-Fossum í síðastliðinni viku. 

Ennfremur vann hún sér þáttökurétt á Landsmótinu á Hellu í sumar og sem stendur er hún sjötta hæst dæmda 4ja vetra hryssan inn á mót.

Sýnandi var Sigurður V. Matthíasson og eigandi/ræktandi er Björn Þ. Björnsson, en báðir þessir kappar eru hluthafar í Ræktunarfélaginu Hákoni. Við óskum þeim til hamingju

Meðfylgjandi er dómurinn á gæðingnum unga Hönsu frá Ljósafossi og mynd af henni frá yfirlitssýningunni. 

Hákon fór í hólfið í Austvaðsholti í gær.

Það verður hægt að bæta inn á hann hryssum í sumar og best að hafa samband við Ragnheiði í Austvaðsholti í síma 865-0027 ef þið viljið bæta inn hryssu.


Borgarfjörður, fyrri vika

Dagsetning móts: 02.06.2014 - 06.06.2014 - Mótsnúmer: 13 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.2.88-670 Hansa frá Ljósafossi

Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson

Mál (cm):

143   133   139   65   144   29   17.5  

Hófa mál:

V.fr. 8,6   V.a. 7,8  

Aðaleinkunn: 8,08

 

Sköpulag: 8,04

Kostir: 8,11


Höfuð: 8,0
   4) Bein neflína   

Háls/herðar/bógar: 8,0

Bak og lend: 8,5
   3) Vöðvafyllt bak   7) Öflug lend   

Samræmi: 8,5
   1) Hlutfallarétt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   2) Sverir liðir   I) Votir fætur   

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: F) Kýrfætt   

Hófar: 8,5

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,0
   3) Há fótlyfta   

Brokk: 8,0
   4) Skrefmikið   

Skeið: 8,0
   3) Öruggt   6) Skrefmikið   

Stökk: 8,5
   3) Svifmikið   4) Hátt   

Vilji og geðslag: 8,5
   3) Reiðvilji   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 8,0
   4) Mikill fótaburður   

Fet: 8,0
   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

03.06.2014 17:34

Flottur Hákonssonur í kynbótadómiFyrsta afkvæmi Hákonar frá Ragnheiðarstöðum kom fyrir dóm í Hafnarfirði í síðastliðinni viku. Folinn er 4ja vetra og er úr fyrsta árgangnum undan Hákoni. Hann heitir Ljósvaki frá Valstrýtu og úr ræktun Guðjóns Árnasonar. Móðir Ljósvaka er Oddsdóttirin Skylda frá Hnjúkahlíð (7,92) og er Ljósvaki fyrsta afkvæmi hennar til að koma fyrir dóm. 

Ljósvaki vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á Sörlastöðum, skrefmikill og með mikið framgrip. Gott töltupplag og mikið fas, fékk meðal annars 8,5 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið.

Eins var sýndur í byggingardómi á Sörlastöðum brúnskjóttur foli, Sæþór frá Stafholti, undan Hákoni og Bendingu frá Kaldbak (8,16). Sá fékk flottann byggingardóm 8,15.

Sjá dóma þessara fola hér að neðan:

Sörlastaðir í Hafnarfirði

Dagsetning móts: 19.05.2014 - 23.05.2014 - Mótsnúmer: 04 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.1.80-716 Ljósvaki frá Valstrýtu

Sýnandi: Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir

Mál (cm):

144   134   141   63   144   38   44   42   6.6   30.5   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,8   V.a. 8,1  

Aðaleinkunn: 7,82

 

Sköpulag: 8,07

Kostir: 7,65


Höfuð: 9,0
   1) Frítt   6) Fínleg eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   2) Langur   8) Klipin kverk   C) Lágt settur   

Bak og lend: 7,5
   I) Áslend   

Samræmi: 9,0
   2) Léttbyggt   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   G) Lítil sinaskil   

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: C) Nágengir   

Hófar: 7,0
   G) Útflenntir   

Prúðleiki: 7,5

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið   

Brokk: 7,5
   4) Skrefmikið   

Skeið: 5,0

Stökk: 8,0

Vilji og geðslag: 8,0

Fegurð í reið: 8,5

Fet: 8,0

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 7,0

Sörlastaðir II

Dagsetning móts: 26.05.2014 - 30.05.2014 - Mótsnúmer: 06 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.1.25-727 Sæþór frá Stafholti

Sýnandi: Anna Björk Ólafsdóttir

Mál (cm):

149   140   145   64   145   37   48   43   6.7   30   18.5  

Hófa mál:

V.fr. 9,0   V.a. 8,6  

 

Sköpulag: 8,15


Höfuð: 7,5
   4) Bein neflína   H) Smá augu   

Háls/herðar/bógar: 8,0
   2) Langur   7) Háar herðar   

Bak og lend: 7,5
   G) Afturdregin lend   

Samræmi: 9,0
   2) Léttbyggt   4) Fótahátt   
  Jafnbola

Fótagerð: 8,0

Réttleiki: 8,0

Hófar: 8,5
   1) Djúpir   3) Efnisþykkir   

Prúðleiki: 7,0

20.04.2014 19:29

Hákon í Austvaðsholti sumarið 2014


Hákon verður til afnota í Austvaðsholti í Holta- og Landsveit í sumar. Hann verður í löngu gangmáli og verður sónarskoðað a.m.k. einu sinni frá honum. Ráðgert er að tekið verði við hryssum laugardaginn 14. júní á milli kl. 13 og 15.

Folatollur með girðingargjaldi og sónarskoðun er kr. 75.000,- m/vsk
Fyrirspurnir, pantanir og nánari upplýsingar beinast á tölvupóstfangið hakon@hakon.is eða til stjórnarmanna:

Helgi 893-2233
Karl Áki 869-118
Hannes 864-1315
Ragga 664-8001


27.02.2014 19:51

Gleði á aðalfundi


Það var góðmennt í Fákaseli þegar haldinn var aðalfundur Ræktunarfélagsins Hákons miðvikudagskvöldið 26. febrúar 2014. Stjórn skýrði frá starfsárinu og kom þar meðal annars fram að Hákon hefði fyljað 15 af 16 hryssum sem heimsóttu hann sl. sumar. 

Einnig voru boðnir til kaups 1,5 hlutir í hestinum sem stjórn hafði eignast. Skemmst er frá því að segja að þeir seldust á fundinum. 

Áætlað er að Hákon verði í hólfi í Austvaðsholti nk. sumar hryssum hluthafa og annarra til þjónustu reiðubúinn. 

Nokkur afkvæmi Hákons úr fyrsta árgangnum eru í tamningu og gengur nokkuð vel að sögn eigenda. Sum eru klármegin og þarf að gangsetja, önnur eru fljúgandi geng frá byrjun.

Sitjandi stjórn var endurkjörin og þakkar hún fyrir sig og hlakkar til næsta starfsárs!


22.02.2014 07:05

Aðalfundur 26. febrúar 2014Aðalfundur Ræktunarfélagsins Hákons verður haldinn í Fákaseli í Ölfushöll miðvikudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00.
Við hvetjum alla hluthafa til að mæta. Kaffi og með'í í boði félagsins.

Stjórnin.

04.02.2014 07:12

Aðalfundur 2014 í Fákaseli
Stefnt er að því að halda aðalfund Ræktunarfélagsins Hákons ehf. miðvikudaginn 26. febrúar 2014 kl. 20:00. Fundarstaður er í Fákaseli, Ölfushöll. 

Formlegt fundarboð er væntanlegt til hluthafa í tölvupósti. 

29.08.2013 04:02

Haustið nálgast - frumtamningar hefjast

Sæþór frá Stafholti fæddur 2010, M: Bending frá Kaldbak (1. verðl)

Ekki síður en vorið er haustið spennandi tími fyrir marga. Þá hefjast frumtamningar á allmörgum tryppum á fjórða vetri. Í haust koma til tamningar fleiri tryppin undan Hákoni, fædd 2010. Alls eru skráð 18 afkvæmi fædd 2010 í WorldFeng. 

Við bíðum spennt eftir fréttum af efnilegum tryppum en í sumar sögðum við frá 3ja vetra hryssunni Hönsu frá Ljósafossi, undan Sunnu-Rós frá Úlfljótsvatni, sem fór vel af stað í frumtamningu. 


Sóllilja frá Hamarsey, fædd 2010. M: Selma frá Sauðárkróki (1. verðl)


Blíða frá Kópavogi, fædd 2010. M: Ör frá Breiðabólstað


Mánadís frá Sæfelli, fædd 2010. M: Hátíð frá Oddgeirshólum


Árgangur 2010 undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum.

IS2010125727Sæþórfrá Stafholti115
IS2010135180Cesarfrá Húsafelli 2109
IS2010135831Helgifrá Laugavöllum114
IS2010137860Ófeigurfrá Söðulsholti112
IS2010138382Antoníusfrá Vatni106
IS2010180716Ljósvakifrá Valstrýtu113
IS2010187260Hávarfrá Hólum111
IS2010187435Desertfrá Miklholti105
IS2010187800Teiturfrá Blesastöðum 1A110
IS2010201112Mánastjarnafrá Laxdalshofi111
IS2010225407Blíðafrá Kópavogi105
IS2010235831Hansafrá Laugavöllum117
IS2010238395Katlafrá Gillastöðum115
IS2010281741Nnfrá Kvíarholti111
IS2010282310Sólliljafrá Hamarsey113
IS2010282366Aftureldingfrá Þjórsárbakka112
IS2010286837Hyllingfrá Grásteini111
IS2010287251Mánadísfrá Sæfelli110

29.08.2013 03:42

Folöld 2013


Þetta fallega hestfolald kom í heiminn þann 26. júlí síðastiliðinn. Hann er undan Illingsdótturinni Ösp frá Svignaskarði. 
Eigandi og ræktandi er Steinar Ríkarður Jónasson. 
Við þökkum Steinari fyrir sendinguna og óskum eftir fleiri myndum af folöldum sumarsins. 
Hægt að senda á hakon@hakon.is


16.08.2013 18:00

Góð fyljun hjá HákoniVel gekk að sónarskoða í dag frá Hákoni. Alls hafa verið hjá honum 16 hryssur í sumar og voru 15 skoðaðar í dag. Af þessum 15 voru 10 staðfestar fylfullar. Þrjár hryssur voru "á milli" þ.e. gætu verið fylfullar og verða áfram í hólfinu, og 2 hryssur voru í látum.

Stefnt er að því að Hákon verði í hryssum í Austvaðsholti fram undir miðjan september og að sónarskoðað verði þá aftur.

13.08.2013 15:54

Hryssur undir Hákon síðsumarsHægt verður að bæta inn hryssum hjá Hákoni næstu daga. Áhugasamir hafi samband við Röggu í Austvaðsholti í síma 865-0027 eða með tölvupósti á hakon@hakon.is