Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

13.08.2013 01:12

Sónarskoðað frá Hákoni 16. ágúst

Ellert heitinn dýralæknir sónar frá Hákoni sumarið 2010.
 
Sónarskoðað verður frá Hákoni föstudaginn 16. ágúst kl. 14 í Austvaðsholti. Haft verður samband við eigendur fylfullra hryssna og eru hryssueigendur beðnir um að vera í startholunum að sækja sínar hryssur e.hád á föstudaginn. 
 
Gert er ráð fyrir að þær hryssur sem ekki hafa fest fang verði með Hákoni fram undir miðjan september í hólfinu. 
 
Nánari upplýsingar hjá Helga í síma 893-2233 og hjá Röggu í Austvaðsholti í síma 865-0027.

28.06.2013 15:17

Hákonsdóttirin Hansa frá Ljósafossi frumtamin
Hansa frá Ljósafossi er fyrsta afkvæmi Hákons sem kemur til tamningar, amk svo stjórn viti til. Hansa er þriggja vetra, að fara á fjórða vetur, undan Sunnu-Rós frá Úlfljótsvatni. Eigandi og ræktandi er Björn Þór Björnsson. Knapi á myndinni er Arna Ýr.

"Hansa hefur verið áberandi í uppvextinum, stór, myndarleg og lætur taka eftir sér. Hún kom fljótt til í tamningu, sýndi mikinn gang og brokkar með góðum fótaburði. Virkilega eigulegt og efnilegt tryppi", sagði Björn Þór.14.05.2013 10:50

Hákon í Austvaðsholt í sumar

Áformað er að Hákon verði til afnota í Austvaðsholti í Holta- og Landsveit í sumar. Hann verður í löngu gangmáli og verður sónarskoðað a.m.k. einu sinni frá honum.

Ráðgert er að tekið verði við hryssum laugardaginn 15. júní á milli kl. 13 og 15.

Girðingargjald með einni sónarskoðun er 23.000,- + vsk og greiðist þegar hryssur koma í hólfið. Ráðgert er að sónarskoða þegar 6 vikur eru liðnar. 

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á hakon@hakon.is05.04.2013 05:02

Dropi frá LitlalandiHákonsfélagið fékk þessa mynd senda, tekna af Páli Imsland, af því þegar Hákonssyninum Dropa frá Litlalandi var stillt upp í fyrir dómara í Ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 2013. 

Dropi varð hæst dæmdi folinn í 2ja vetra flokknum og kom frá á Stóðhestasýningunni um páskahelgina. 

Móðurætt Dropa er af ekki ósvipuðum boga og Hákons sjálfs, blanda af Orra og Kolfinni. Móðir Dropa, Lind frá Þorláksstöðum er undan Adamsdótturinni Kommu frá Þorláksstöðum og Ægi frá Litlalandi, syni Orra og Hrafntinnu frá Sæfelli verðandi heiðursverðlaunahryssu undan Kolskeggi frá Kjarnholtum. 


03.04.2013 05:13

Dropi frá Litlalandi - Hákonssonur sigrar ungfolasýningu


Dropi frá Litlalandi er 2ja vetra Hákonssonur. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk á 
Ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í Ölfushöllinni um helgina. 

Við óskum Svenna og Jennýju á Litlalandi til hamingju með þennan frambærilega fola!
28.02.2013 18:01

Aðalfundur Ræktunarfélagsins HákonsAðalfundur Ræktunarfélagsins Hákons verður haldinn miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 20:00 í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli. 

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar:
    - Notkun Hákons 2012
    - Staða Hákons nú
    - Áform um notkun Hákons 2013
3. Ársreikningur félagsins 2012 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps.
4. Fjárhagsáætlun 2013
5. Ákvörðun um greiðslur til stjórnar- og skoðunarmanna fyrir störf þeirra á 
    starfsárinu.
6. Breytingar á samþykktum.
7. Kjör stjórnar og endurskoðanda félagsins.
8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

18.02.2013 08:03

Aría Hákonsdóttir sigraði folaldasýningu


Aría frá Austurási heillaði bæði dómara og gesti upp úr skónum á folaldasýningu hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps þann 16. febrúar 2013. Á sýningunni komu fram 35 folöld en dómarar voru hestamennirnir góðkunnu Ársæll Jónsson í Eystra-Fróðholti og Albert Jónsson.

Ætt Aríu frá Austurási:
F: Hákon frá Ragnheiðarstöðum
FF: Álfur frá Selfossi
FM: Hátíð frá Úlfsstöðum

M: Spóla frá Syðri-Gegnishólum
MF: Sjóli frá Dalbæ
MM: Drottning frá Sæfelli

Hákonsfélagið óskar eigendum Aríu innilega til hamingju með folaldið.


03.02.2013 17:20

Hákon í þjálfun í Ölfusinu
Það sást til Hákons og Viðars í reiðtúr í Ölfusinu í síðastliðinni viku, þarna riðinn á 110gr hlífum.

Stefnt er að því að halda aðalfund í lok febrúar, hluthafar verða látnir vita með tölvupósti auk þess sem aðalfundarboð verður birt hér á heimasíðunni.
24.10.2012 05:23

Fyljun í sumar


Alls komu 18 hryssur undir Hákon í sumar, ein á húsi og 17 í hólfið. Það er skemmst frá því að segja að hann fyljaði vel í sumar. Hryssan sem kom á hús reyndist fylfull. Af hryssum í hólfinu fyljuðust 14 hryssur og þrjár voru tómar. Tvær af þessum þremur tómu eru vandamálahryssur sem hafa ekki fyljast sl. ár. Fyljunarhlutfallið var því um 85% en um 95% ef ekki eru meðtaldar vandamálahryssurnar. 


15.09.2012 08:11

Sónarskoðað frá Hákoni 16. september


Sónarskoðað verður frá Hákoni nk. sunnudag 16. september kl. 13:00.
Þeir sem eiga hryssur í hólfinu í Hoftúnum hjá Hákoni eru vinsamlega beðnir um að sækja sínar hryssur. 

Nánari upplýsingar hjá Jens í síma 898-2980 og Helga 893-2233. 

16.07.2012 09:13

Fengitíminn í gangiHákon er með 14 hryssum í hólfi í Hoftúni við Stokkseyri. Hann sinnir þeim vel, myndin er frá því honum var sleppt með hryssunum í hólfið í byrjun júlí.

Sónarskoðað verður í byrjun ágúst. Þeir sem hafa áhuga á því að bæta inn hryssum í hólfið hjá honum þá er bent á að hafa samband á hakon@hakon.is


02.07.2012 08:08

Hákon í hólf - hryssur eiga að koma 3. júlíVið óskum eftir því að þeir hluthafar sem hyggjast nýta Hákon í sumar komi með hryssur þriðjudaginn 3. júlí nk. milli kl. 17 og 19. Ef fólk óskar eftir því að koma með hryssur mánudaginn 2. júli er hægt að hafa samband við neðangreinda.

Hólfið er í Hoftúni sem er rétt fyrir ofan Stokkseyri. Ef komið er frá Selfossi er beygt niður Gaulverjabæjarafleggjara skammt austan Selfoss og keyrt niður að Holtaafleggjara þar sem beygt er til vesturs framhjá bænum Tóftum. Hólfið er þá á hægri hönd ca 3km frá Tóftum.
 
Hannes, Helgi og Karl Áki sjá um að taka á móti hryssum
Hannes 864-1315
Helgi 893-2233
Karl Áki 869-1181

07.06.2012 18:29

Hákon í kynbótadómHákon fór í kynbótadóm á Dalvík í dag. Myndir eru komnar í myndaalbúm. Yfirlitssýning er á morgun, föstudag 8.6.2012. Dómur fyrir yfirlit:

Kynbótasýning á Dalvík

Dagsetning móts: 04.06.2012 - 08.06.2012 - Mótsnúmer: 10
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2007.1.82-575 Hákon frá Ragnheiðarstöðum

Sýnandi: Mette Camilla Moe Mannseth

Mál (cm):

143   133   140   65   140   37   46   43   6.6   29.5   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,2   V.a. 8,2  

Aðaleinkunn: 7,92

 

Sköpulag: 7,70

Kostir: 8,07


Höfuð: 7,0
   A) Gróft höfuð   K) Slök eyrnastaða  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   1) Reistur   6) Skásettir bógar   7) Háar herðar   D) Djúpur  

Bak og lend: 7,5
   3) Vöðvafyllt bak   G) Afturdregin lend   I) Áslend  

Samræmi: 8,0
   4) Fótahátt  

Fótagerð: 7,0
   A) Langar kjúkur   G) Lítil sinaskil  

Réttleiki: 7,5

Hófar: 8,0
   3) Efnisþykkir  

Prúðleiki: 8,0


Tölt: 8,5
   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið  

Brokk: 8,0
   4) Skrefmikið  

Skeið: 6,5
   A) Ferðlítið  

Stökk: 8,5
   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 8,5
   2) Ásækni  

Fegurð í reið: 8,5
   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,0
   2) Rösklegt  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0


16.05.2012 14:55

Brokk brokk brokkÞað er ekki bara töltið sem er gott í Hákoni. Brokkið er ekkert slor heldur. Komnar nýjar myndir inn í Myndaalbúmið Hákon þjálfun 2012.