Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

12.05.2012 07:33

Hákon á vordögumHákon er kominn í þetta fína form og er að gera sig klárann fyrir kynbótasýningu í vor.
 


Myndirnar voru teknar á Þúfum í Skagafirði í lok apríl. Knapi, Mette Mannseth.

07.05.2012 19:25

Hákonsbörnin týnast í heiminnHákonsbörnin týnast í heiminn. Þessi ungi hestur fæddist 5. maí 2012 þeim Magnúsi og Lóu og er kallaður Gaukur frá Grásteini, móðir Alrún frá Hemlu. Við hvetjum stolta eigendur Hákonsbarna að senda inn myndir af þeim á hakon@hakon.is

17.03.2012 20:59

Mette og HákonMette og Hákon á köldum vetrardegi í Skagafirði.

01.03.2012 09:45

Aðalfundur 16. mars 2012 kl. 19:00Aðalfundur Ræktunarfélagsins Hákons 2012

Ræktunarfélagið Hákon boðar til sjötta aðalfundar félagsins föstudagskvöldið 16. mars kl. 19:00 á Kænunni í Hafnarfirði.

 

Dagskrá

1.      Boðun fundar, kjör fundarstjóra og fundarritara

2.      Skýrsla stjórnar - Myndband/Myndir af Hákoni

3.      Notkun Hákons 2011

4.      Áform um notkun Hákons 2012

5.      Ársreikningur félagsins 2011 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps

6.      Fjárhagsáætlun 2012

7.      Breytingar á samþykktum

8.      Kjör stjórnar

9.      Kjör endurskoðenda

 Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni

14.12.2011 19:22

Hákon til Mette MannsethHákon, sem nú er á 5. vetri, er kominn í þjálfun til Mette Mannseth á Þúfum í Skagafirði. Þegar Erlingur Erlingsson tilkynnti stjórn félagsins um það fyrir nokkru að hann hyggðist ekki þjálfa hross á Íslandi í vetur vegna búferlaflutninga var haft samband við Mettu sem hefur tekið Hákon að sér.

Stjórn Ræktunarfélagsins Hákons vill nota tækifærið og óska Erlingi góðs gengis í framtíðinni og jafnframt þakka honum og Viðju Hrund Hreggviðsdóttur í Langholti þá alúð og natni sem þau lögðu í frumtamningu og þjálfun Hákons síðastliðinn vetur.

29.10.2011 17:30

Hákon í haustfríiHákon er nú í haustfríi eftir að hafa sinnt hryssum í allt sumar og fram til miðs september. Áætlað er að kappinn komi inn til þjálfunar um mánaðamótin nóvember/desember 2011. Stefnan er að sjálfsögðu sett á LM2012 í Reykjavík.

Þess má geta að faðir Hákons, Álfur frá Selfossi, er nú þegar kominn með 29 dæmd afkvæmi og þarf því einungis 21 nýtt afkvæmi sýnt á næsta ári til að eiga kost á heiðursverðlaunum. Álfur yrði yngsti hestur sögunnar til að ná heiðursverðlaunum ef hann fer yfir 50 afkvæma múrinn.


27.05.2011 18:40

Smári Adólfs kominn í hóp stoltra HákonsbarnaeigendaÞessi heitir Gosi frá Ragnheiðarstöðum, undan Hákoni og stórgóðri Illingsdóttur í eigu Smára Adólfssonar í Hafnarfirði. Ef við þekkjum Smára rétt gæti þessi litli, jafnvel mæðginin, verið til sölu á akkúrat verðinu fyrir þig.

Síminn hjá Smára er 862-9568.

23.05.2011 18:07

HerðubreiðHerðubreið frá Hofsstöðum undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum og Heklu frá Hofsstöðum fæddist á dögunum. Litskrúðug hryssa með stórt nafn. Við óskum ræktendunum, Jonna og Erlu til hamingju.

17.05.2011 14:09

Leirljós og rauðskjótturlitföróttur


Leirljóst merfolald undan Hákoni og Spólu frá Syðri-Gegnishólum, eigendur og ræktendur eru Ólafur Jósefsson og Rósa Þorvaldsdóttir á Selfossi.

Þau týnast inn folöldin undan Hákoni þetta vorið. Enda von á yfir 40 stykkjum. Hér eru tvö æði litfögur, leirljós hryssa undan 1. verðlauna hryssunni Spólu frá Syðri-Gegnishólum og svo hestfolaldið Prins frá Rauðkollstöðum undan Drottningu frá Fáskrúðarbakka.


Rauðskjótturlitföróttur sem hefur fengið nafnið Prins frá Rauðkollstöðum. Eigandi og ræktandi er Auðunn Óskarsson.

15.05.2011 13:00

Folöld undan Hákoni farin að týnast í heiminnHákonsbörnin eru farin að týnast í heiminn. Þessi fallega hryssa fæddist á Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði. Móðirin er Brella frá Feti. Brella er undan Fonti frá Feti ( undan Roða frá Múla og Vigdísi frá Feti) og Gústu frá Feti (undan Kraflari frá Miðsitju og Gjöf frá Skálmholti). Brella fékk 8,48 fyrir hæfileika og 7,99 fyrir sköpulag, 8,28 í aðaleinkunn á héraðssýningu á Sörlastöðum í maí 2009.

Fleiri myndir af þessari rauðstjörnóttu dóttur Hákons og Brellu eru að finna í myndalbúminu Folöld undan Hákoni 2011. Ennfremur hvetjum við Hákonsfólk að senda inn myndir til okkar af Hákonsbörnum á hakonfoli@gmail.com


06.05.2011 16:51

Hákon ekki sýndur í árEins og áður hefur verið upplýst bólgnaði Hákon á framfæti vegna áverka í lok mars.

Hákon hefur verið skoðaður nokkrum sinnum af dýralækni og fengið bólgueyðandi meðferð. Áverkinn var á ytri beygjusin á hægri framfæti. Í fyrstu var um að ræða vínbersstóran bólguhnúð á sininni. Bólgan hefur nú hjaðnað mikið og Hákon á batavegi. Enn stendur þó eftir bólga í og við sinina.

Samdóma álit stjórnar, dýralæknis og þjálfara er að velferð hestsins sé best tryggð með því að sýna hann ekki í vor.  Með því að halda áfram þjálfun í vor felst ákveðin áhætta á að hann kenni meins af þessum áverka. Mikill samhljómur var á meðal hluthafa um að sýna hestinn ekki í vor nema hann væri í besta hugsanlega ásigkomulagi og er augljóst að það verður ekki tryggt nú í vor.

Stjórn hefur því tekið ákvörðun um að Hákon verði ekki sýndur árið 2011.

Ekki er allt svo slæmt að því fylgi ekki eitthvað gott. Nú getur félagið tryggt öllum hluthöfum pláss hjá hestinum í sumar. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag notkunar í vor og sumar hefur verið send hluthöfum í tölvupósti.

15.03.2011 20:15

Á brokki - Hákon í mars 2011Það vefst ekki fyrir honum brokkið. Þessar myndir voru teknar af Hákoni einn góðan veðurdag í byrjun mars.Myndirnar tók Ása S. Gunnarsdóttir.

12.03.2011 21:44

Mánadís Hákonsdóttir efsta merfolaldiðMánadís frá Sæfelli, rauðstjörnótt Hákonsdóttir, varð í fyrsta sæti í flokki merfolalda á nýliðinni folaldasýningu Sörla í Hafnarfirði. Eigendur Mánadísar eru þeir Jens Petersen og Guðbrandur Stígur sem báðir eru hluthafar í Hákoni.

Fleiri myndir af Mánadís eru í myndaalbúminu.

12.03.2011 20:03

Hákonsbörnin stimpla sig innSæþór frá Stafholti varð í 2. sæti í flokki hestfolalda á folaldasýningu Sörla um síðustu helgi. Sæþór er brúnskjóttur undan Hákoni og Bendingu frá Kaldbak. Fleiri myndir af Sæþóri má sjá inni í myndaalbúminu undir Folöld undan Hákoni.

03.03.2011 21:37

FRESTUN - Aðalfundur og Hákonsdagur 26. mars í stað 12. marsAf óviðráðanlegum orsökum frestast aðalfundur Ræktunarfélagsins Hákons um tvær vikur eða til 26. mars 2011.

Dagskrá:
14:00 - Langholt, Hákon sýndur
15:00 - Hlíðskjálf, félagsheimili Sleipnismanna á Selfossi, aðalfundur.
Kaffiveitingar á staðnum.
Áætluð fundarlok kl. 17:00.

Þess má geta að um kvöldið er í Ölfushöllinni sýningin Orri í 25 ár og því kjörið að slá tvær flugur í einu höggi og kíkja á sýninguna.

Sjáumst hress laugardaginn 26. mars 2011 kl. 14:00 í Langholti hjá Ella og Viðju.

Stjórnin.