Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

26.02.2011 11:48

Aðalfundur 12. mars 2011Ákveðið hefur verið að halda aðalfund Ræktunarfélagsins Hákons laugardaginn 12. mars nk. Upplýsingar um fundarstað og fundartíma verða gefnar út á næstu dögum. Stefnt er að því að sýna Hákon hluthöfum þennan dag.

09.02.2011 10:51

Hákon flotturHákon er fljótur í form og burð. Töltið er honum náttúrulegt, rífandi gangur eins og einhver sagði. Norsk stúlka, Tine Johansen, náði þessari mynd af Hákoni þegar þeir Erlingur voru á reiðtúr í síðustu viku.

09.02.2011 00:01

Sóllilja frá Hamarsey sigraði á folaldasýninguHákonsdóttirin Sóllilja frá Hamarsey sigraði flokk merfolalda á folaldasýningu Andvara síðastliðna helgi. Fleiri myndir á www.hamarsey.is

Hákon er þegar farinn að stimpla sig inn sem ræktunarhestur.

08.02.2011 23:15

Ófeigur Hákonssonur folald sýningarinnar í SöðulsholtiÞann 29. janúar síðastliðinn var haldin folaldasýning í Söðulsholti á Snæfellsnesi. Skemmst er frá því að segja að Hákonssonurinn Ófeigur frá Söðulsholti var kosinn folald sýningarinnar af áhorfendum. Hann var í 2. sæti í flokki hestfolalda að mati dómaranna.

Nánari úrslit og fleiri myndir á www.sodulsholt.is