Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

Aðalfundur 2021

Velkomin á aðalfund Ræktunarfélagsins Hákons ehf. fimmtudaginn þann 15. apríl nk. kl. 18:00. Aðalfundurinn verður haldinn í Guðmundarstofu, veislusal hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Boðið verður upp á mat og drykk fyrir fundargesti á meðan fundi stendur.  

Vegna Covid19 var ekki unnt að halda aðalfund árið 2020. Þess vegna verða gerð upp bæði árin 2019 og 2020 á fundinum.  

Dagskrá aðalfundar 15. apríl 2021. 

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar;

Notkun Hákons 2019 og 2020

Afkvæmi sýnd 2019 og 2020 – Viðurkenningar veittar ræktendum/eigendum. 

Notkun 2021.

3. Ársreikningur félagsins 2019 og 2020 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps.

4. Fjárhagsáætlun 2021

5. Breytingar á samþykktum.

6. Kjör stjórnar og endurskoðanda félagsins.

7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. 

Bestu kveðjur,

Stjórnin. 

PS. Þeir sem ekki komast á fundinn eru vinsamlega beðnir um treysta stjórn fyrir umboði að atkvæði sínu með því að senda tölvupóst á hakon@hakon.is