Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

Hansa yfir 9,00 fyrir hæfileika

Hákon heldur áfram bæta skrautfjöðrum í hatt sinn. Hansa frá Ljósafossi er án efa ein þeirra. Hansa er gæðingur í fremstu röð. 

Hún var sýnd á síðsumarsýningu á Selfossi í ágúst, og var knapi Jakob Sigurðsson. Hansa hlaut í aðaleinkunn 8,77 sem er hæsta einkunn hryssu í heiminum árið 2018. Fyrir byggingu hlaut hún 8,35 þar af 9,0 fyrir bak/lend og hófa. Fyrir hæfileika hlaut hún 9,05 þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt og 9,5!! fyrir skeið og vilja/geðslag. 

Hansa er fylfull við Jökli frá Rauðalæk, Hrímnissyni frá Ósi. Við Hákonsfélagar óskum Hákonsfélaganum Birni Þór Björnssyni innilega til hamingju með gæðinginn Hönsu. 

Skrifað af Hákoni