Ræktunarfélagið Hákon

um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum IS2007182575

01.06.2019 20:21

Hákon í Skagafirði 2019Hákon frá Ragnheiðarstöðum verður í löngu gangmáli frá 20. júní í Kýrholti í Skagafirði. Pantanir berist til Sigurgeirs í síma 895-8182 eða Bergs Gunnarssonar í síma 898-6755. 

- Folatollur 130.000,- m/vsk fyrir félaga Hrossaræktarsambands Skagafjarðar

- Folaltollur 140.000,- m/vsk fyrir utanfélagsmenn. 

Innifalið er girðingarjald og ein sónarskoðun.


Hákon frá Ragnheiðarstöðum, 1. verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2018

F: Álfur frá Selfossi, Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi
M: Hátíð frá Úlfsstöðum, 10,0 fyrir tölt 5 vetra á LM2006


Dómsorð hrossaræktarráðunauts fyrir Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Hákon gefur stór og reisuleg hross. Höfuð hefur beina neflínu og vel borin eyru. Frambygging afkvæmanna er að jafnaði vel gerð; hálsinn er reistur og hátt settur við háar herðar en bógalega er í meðallagi. Afkvæmin eru glæsileg á velli með góða fótahæð og framhæð í byggingunni. Fætur eru þokkalegir að gerð, hófar eru nokkuð vel formaðir en prúðleiki er undir meðallagi. 


Afkvæmin eru reist, hreyfingarmikil og ásækin í vilja; töltið er takthreint, lyftingarmikið og rúmt og brokkið er skrefmikið. Skeiðið er takthreint sé það fyrir hendi og stökkið hátt.

Hákon gefur flugviljuga stólpagripi með mikla ganghæfni.

31.05.2019 11:30

Sæþór frá Stafholti allur.
Sá sorglegi atburður varð í sl viku að Hákonssonurinn Sæþór frá Stafholti fórst úr hrossasótt þrátt fyrir mikla og góða aðhlynningu. Þetta er mikill missir fyrir félaga okkar Palla og fjölsk svo og knapa hans Snorra dal.


Sæþór sem var hæst dæmdi stóðhesturinn undan Hákoni var með 8,55 í aðaleinkunn. Þar af hafði hann hlotið 9.0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið og samræmi. 


Snorri Dal sem hefur séð um þjálfun Sæþórs, reið honum til úrslita í B-flokki gæðinga á Landsmóti 2018 í Reykjavík þar sem Sæþór fylgdi einnig föður sínum til 1. verðlauna fyrir afkvæmi. 


Sæþór var á mikilli uppleið, sérstaklega í tölti og ætlaði Snorri sér stóra hluti með hann. Þetta eru því slæm tíðindi fyrir okkur Hákonsfélaga en Sæþór hélt merki föður síns hátt á lofti með vasklegri framgöngu sinni.

28.09.2018 13:34

Hansa yfir 9,00 fyrir hæfileikaHákon heldur áfram bæta skrautfjöðrum í hatt sinn. Hansa frá Ljósafossi er án efa ein þeirra. Hansa er gæðingur í fremstu röð. 

Hún var sýnd á síðsumarsýningu á Selfossi í ágúst, og var knapi Jakob Sigurðsson. Hansa hlaut í aðaleinkunn 8,77 sem er hæsta einkunn hryssu í heiminum árið 2018. Fyrir byggingu hlaut hún 8,35 þar af 9,0 fyrir bak/lend og hófa. Fyrir hæfileika hlaut hún 9,05 þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt og 9,5!! fyrir skeið og vilja/geðslag. 

Hansa er fylfull við Jökli frá Rauðalæk, Hrímnissyni frá Ósi. Við Hákonsfélagar óskum Hákonsfélaganum Birni Þór Björnssyni innilega til hamingju með gæðinginn Hönsu. 

24.09.2018 15:53

Hákon hækkar í kynbótamatinu - BLUP 126Nýtt kynbótamat hefur verið reiknað út og er óhætt að segja að Hákon frá Ragnheiðarstöðum sé einn af hástökkvurum ársins. Hákon hampaði 1. verðlaunum fyrir afkvæmi á Landsmóti 2018 og á hæst dæmdu alhliðahryssu og klárhryssu ársins, þær Hönsu frá Ljósafossi og Sóllilju frá Hamarsey.

Þetta staðfestir enn frekar hversu sterkan kynbótahest við eigum í Hákoni. 

Meðaleinkunn allra sýndra afkvæma er 8,20 (8,22 bygging og 8,19 hæfileikar). 

19.07.2018 11:00

Landsmót 2018

Ræktendurnir taka við verðlaunum: Frá vinstri; Afturelding frá Þjórsárbakka, knapi Siggi Matt. Hylling frá Grásteini, knapi Teitur Árnason. Hansa frá Ljósafossi, knapi Jakob Sigurðsson. Sóllilja frá Hamarsey, knapi Helga Una Björnsdóttir. Aría frá Austurási, knapi Ásta Björnsdóttir. Toppa frá Skefilsstöðum, knapi Guðmundur Sveinsson. Inga, Hannes, Hákon, Helgi og Fanndís ásamt Sveini Steinarssyni sem veitti verðlaunin fyrir hönd íslenskrar hrossaræktar. 

Hann var glæsilegur hópurinn sem fylgdi Hákoni frá Ragnheiðarstöðum þegar hann tók við fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi á Landsmóti 2018 í Reykjavík. 

Þess má einnig geta að fimm Hákonsafkvæmi tóku þátt á Landsmóti í keppni og kynbótasýningum. Herðubreið frá Hofsstöðum tók þátt í barnaflokki og Sóllilja frá Hamarsey fékk meðal annars fjórar 9,5 og 8,53 í aðaleinkunn sem klárhryssa í kynbótadómi. Hansa frá Ljósafossi var með efstu hrossum inn í milliriðla í A-flokki og síðan voru það gárungarnir Ljósvaki og Sæþór sem náðu báðir inn í ein sterkustu A-úrslit í B-flokki gæðinga.

Dómsorð hrossaræktarráðunauts fyrir Hákon frá Ragnheiðarstöðum:
Hákon gefur stór og reisuleg hross. Höfuð hefur beina neflínu og vel borin eyru. Frambygging afkvæmanna er að jafnaði vel gerð; hálsinn er reistur og hátt settur við háar herðar en bógalega er í meðallagi. Afkvæmin eru glæsileg á velli með góða fótahæð og framhæð í byggingunni. Fætur eru þokkalegir að gerð, hófar eru nokkuð vel formaðir en prúðleiki er undir meðallagi. Afkvæmin eru reist, hreyfingarmikil og ásækin í vilja; töltið er takthreint, lyftingarmikið og rúmt og brokkið er skrefmikið. Skeiðið er takthreint sé það fyrir hendi og stökkið hátt. Hákon gefur flugviljuga stólpagripi með mikla ganghæfni, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og fjórða sætið.Afkvæmadómur

FæðingarnúmerIS2007182575
NafnHákon
Uppruni í þgf.Ragnheiðarstöðum

SýningLandsmót í Víðidal
Ár2018
DómsorðHákon gefur stór og reisuleg hross. Höfuð hefur beina neflínu og vel borin eyru. Frambygging afkvæmanna er að jafnaði vel gerð; hálsinn er reistur og hátt settur við háar herðar en bógalega er í meðallagi. Afkvæmin eru glæsileg á velli með góða fótahæð og framhæð í byggingunni. Fætur eru þokkalegir að gerð, hófar eru nokkuð vel formaðir en prúðleiki er undir meðallagi. Afkvæmin eru reist, hreyfingarmikil og ásækin í vilja; töltið er takthreint, lyftingarmikið og rúmt og brokkið er skrefmikið. Skeiðið er takthreint sé það fyrir hendi og stökkið hátt. Hákon gefur flugviljuga stólpagripi með mikla ganghæfni, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og fjórða sætið.
Verðlaun1. verðlaun
Sæti4


Kynb.m.Meðale.Kynb.m.Meðale.
Yfirsvipur    
Hæð á herðar3.2Tölt1248.73
Höfuð1138.27Hægt tölt1208.43
Háls/Herðar/Bógar1158.57Brokk1128.03
Bak og lend1048.13Skeið1066.93
Samræmi1178.53Stökk1158.23
Fótagerð957.87Hægt stökk 7.9
Réttleiki1057.93Vilji
Geðslag
Vilji og geðslag1228.6
Hófar1078.07Fegurð í reið1298.53
Prúðleiki937.33Fet1047.7
Sköpulag1168.23Hæfileikar1228.19
Afkvæmafrávik fyrir sköpulag8Afkvæmafrávik fyrir hæfileika4
Aðaleinkunn1248.2Afkvæmafrávik aðaleinkunnar6
Dæmd afkvæmi15Öryggi95%

03.04.2018 06:28

Aðalfundur 6. apríl 2018


Aðalfundur Ræktunarfélagsins Hákons verður haldinn í Félagsheimili Fáks í Víðidal í Reykjavík föstudaginn 6. apríl kl 17:00. 

Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskránni. Ljúfar veitingar verða í boði félagsins fyrir fundargesti. 

Við bendum á að Meistaradeildin í hestaíþróttum er í Víðidalnum þetta kvöld. Keppt verður í tölti og skeiði og hefst keppni kl. 19:00. 

Árið 2018 stefnir í að verða eftirminnilegt ár fyrir okkur Hákonsfélaga. Hákon er nálægt því að ná lágmörkum til 1. verðlauna fyrir afkvæmi. Hann er með 121 í kynbótamatinu (hæst 128 fyrir fegurð í reið) og með 13 sýnd afkvæmi. Hann á því tvö sýnd afkvæmi í það að ná lágmörkum og heyrst hefur af glæsilegum hryssum og hestum á leið í dóm í vor. 

Einnig eigum við von á að sjá Hákonsbörn á keppnisvellinum í vor, stefnt er með alhliðagæðinginn og 9,5 skeiðarann Hönsu frá Ljósafossi í A-flokk og úrtökugæðinginn og 10 töltarann Ljósvaka frá Valstrýtu í B-flokk. 

14.07.2017 05:47

Sónarskoðað 21. júlí


Sónarskoðað verður frá Hákoni föstudaginn 21. júlí. Við biðjum þá sem eiga hryssur hjá Hákoni að vera í startholunum að sækja þær. Hringt verður í eigendur fylfullra hryssna. 

Hægt verður að bæta inn hryssum til Hákons þennan dag. Pantanir berist á hakon@hakon.is eða í síma 8641315 (Hannes) eða 8650027 (Ragga í Austvaðsholti). 

Við óskum eftir því að þeir sem eiga hryssur í hólfinu í Austvaðsholti eða eru á leiðinni með hryssur komi og aðstoði við sónarskoðun. Öll hjálp vel þegin! 


27.06.2017 14:26

Fullt undir Hákon á fyrra gangmál


Fullt er orðið undir Hákon í hólfinu í Austvaðsholti. Ráðgert er að sónarskoða hryssurnar sem eru hjá honum núna þann 20. júlí nk. Þann dag verður hægt að bæta inn hryssum. 

Áhugasamir hryssueigendur eru beðnir um að panta pláss með því að senda póst á hakon@hakon.is eða hringja í síma 8641315 (Hannes). 

27.06.2017 14:11

Aðalfundur 2017Aðalfundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 6. júlí kl. 19 á Fjöruborðinu á Stokkseyri. 

Félagið býður öllum hluthöfum upp á humarsúpu fyrir fundinn, eða frá kl. 19. 
Hlökkum til að sjá ykkur. 

Þeir sem ekki komast á fundinn eru vinsamlega beðnir um gefa stjórn umboð fyrir atkvæði sínu með því að senda tölvupóst á hakon@hakon.is


Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar;
Notkun Hákons 2016/2017
Afkvæmi sýnd 2016/2017

3. Ársreikningur félagsins 2016 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps.

4. Fjárhagsáætlun 2017

5. Breytingar á samþykktum.

6. Kjör stjórnar og endurskoðanda félagsins.

7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Endurskoðaður ársreikningur félagsins og skýrsla stjórnar verður lögð fram á fundinum.

21.05.2017 13:33

Notkunarstaðir Hákons sumarið 2017

Hákon er nú mættur til skyldustarfa á Sólvangi við Eyrarbakka. Þær mæðgur Elsa og Sigga Pje munu taka vel á móti hryssueigendum. Pantanir á húsmál berist til Elsu beint í síma 892-7159 eða með því að senda póst á hakon@hakon.is

Uppúr miðjum júní fer Hákon í sitt vanalega hólf í Austvaðsholti og verður þar fram í september. Til þess að panta undir hann þar er best að hringja í Röggu í Austvaðsholti í síma 865-0027 eða með því að senda tölvupóst á hakon@hakon.is
20.05.2017 15:22

Hákon kominn á Fésið!


Hákon er mættur á Facebook!!

Hákon vill vera vinur allra alvöru ræktenda og hestamanna. 

20.05.2017 13:02

Hákonsdóttir í 1. verðlaun í Þýskalandi


Telma frá Blesastöðum, undan Hákoni og Báru frá Brattholti fór í 1. verðlaun á kynbótasýningu í Þýskalandi núna um miðjan maí. Sýnandi var Sigurður Narfi. Við óskum ræktendunum, Magga og Hólmfríði á Blesastöðum, ásamt eigendum í Þýskalandi, Carolu Krokowski og Heike Majoros, innilega til hamingju. 

Í heildina er búið að sýna 8 hross undan Hákoni í kynbótadómi, þar af 6 í fyrstu verðlaun (þar af fjögur með á milli 8,30 og 8,62 í aðaleinkunn). 

Hákon hefur hækkað í kynbótamatinu (BLUP) á hverju ári sl ár og stendur hann nú í 123 stigum, þar af hæst fyrir tölt, vilja/geðslag og fegurð í reið (128 stig). 

Til að ná lágmörkum fyrir afkvæmasýningu til 1. verðlauna á Landsmóti á næsta ári stendur hann því vel hvað varðar kynbótamat en þarf 7 afkvæmi í viðbót til dóms (15 í heildina). 

27.07.2016 11:08

Sónarskoðað 12. ágúst


Sónarskoðað verður frá Hákoni föstudaginn 12. ágúst kl. 15:00. Við biðjum þá sem eiga hryssur hjá Hákoni að vera í startholunum að sækja sínar hryssur, en hringt verður í eigendur/umráðamenn fyllfullra hryssna. 


20.06.2016 08:18

Fullt undir Hákon í fyrra gangmáli


Hákon er með vinsælli stóðhestum landsins. Hann náði að afgreiða um 7 hryssur á húsi og það er orðið fullt undir hann á fyrra gangmáli í Austvaðsholti.
Alls eru komnar yfir 30 hryssur og verður því ekki bætt meira inn á hann í bili. 

Sónarskoðað verður um 20. júlí, fengnar hryssur teknar frá og fleiri bætt inn. 

Þeir sem vilja panta undir Hákon geta sent tölvupóst á hakon@hakon.is eða hringja í 8641315 (Hannes). Folatollurinn kostar 95.000 m/vsk (girðingargjald og sónarskoðun innifalin). 

15.06.2016 08:16

Ræktunarfélagið Hákon ehf. - Aðalfundur 2016


Ræktunarfélagið Hákon mun halda aðalfund í kvöld kl. 20 í Fákaseli í Ölfusi. Hefðbundin aðalfundarstörf á dagskránni. Kjötsúpa í boði félagsins frá kl. 19.

Aðalfundarboð var sent út til hluthafa í tölvupósti.